Viltu vinna sem ljósmyndari?


Sýnishorn af því sem við gerum.

 • Auglýsingaljósmyndun, vörumyndir, ýmis verkefni á vettvangi og uppstillingar í studio.

 • Brúðkaup, fermingar, bumbumyndir, portrett, passamyndir, barna- og fjölskyldumyndir.

 • Landslagsljósmyndir, náttúrumyndir og margt fleira.

Ljósmyndir: Jón Páll


Námssamningur og/eða staða ljósmyndara er laus til umsóknar!

Um er að ræða starf ljósmyndara á ljósmyndastofu og í fjölbreyttum ljósmyndaverkefnum.

Um er að ræða framtíðarstarf sem ljósmyndari fyrir réttan aðila.

Ef þú hefur áhuga á ljósmyndun, ert búin að læra eitthvað og vilt verða betri ljósmyndari þá áttu möguleika á að vinna hjá okkur í einu fullkomnasta ljósmyndastúdíó á Íslandi.

Að vinna sem ljósmyndari á íslandi er krefjandi en ákaflega gefandi, sérstaklega þar sem verkefnin eru svo fjölbreytt.

 • Fyrst og fremst þarftu gott auga.

 • Einlægan áhuga á ljósmyndun.

 • Vera með frjóa hugsun og vera lausnamiðuð.

 • Þurfa að kunna á helstu stillingar á DSLR myndavél.

 • Þurfa að vera kunnug Adobe Lightroom og Photoshop.

 • Tala og skrifa bæði íslensku og ensku.

 • Vera með bílpróf.

 • Vera með ríka þjónustulund.

 • Hafa gott viðmót í mannlegum samskiptum.

ATH: Þetta er ekki starf fyrir byrjendur í ljósmyndun.

 • Námssamningur er a.m.k. 1 ár og helst skuldbinding til 2ja ára.

 • Laun miðast við nám, aldur, reynslu, getu og eru samningsbundin!

 • Við erum að leita að framtíðar-ljósmyndara hjá Superstudio!

Þú munt læra af reynslunni:

 • Að þekkja allar stillingar á myndavélum.

 • Nota mismunandi linsur og fylgihluti.

 • Að skilja og nota ljós sem og skugga.

 • Mynduppbygging, litir, kontrast, áferð, innihald o.fl.

 • Að nota ljósabúnað í studio og á vettvangi

 • Gluggabirta, endurvarpar og kunna að sjá og meta ljós.

 • Eftirvinnsla í Adobe Lightroom og Photoshop

 • Setja upp albúm og myndabækur til prentunar.

 • Prentun, frágangur og innrömmun.

 • Taka myndir af fólki og vörum.

 • Læra um viðskiptahliðina í ljósmyndun.

 • Framsetning og kynning á þjónustu ljósmyndara.

 • Markaðssetning í gegnum fjölmiðla og félagsmiðla.

 • Ýmis dagleg störf og tilfallandi verkefni.

 • Sinna samskiptum og vinna fyrir viðskiptavini.

 • Margt, margt fleira…

Hafið samband neðst!


Jón Páll Vilhelmsson

Jón Páll ljósmyndari er að góðu kunnur eftir tveggja áratuga viðveru í bransanum bæði hér á íslandi og víðar. Jón Páll hefur starfað við ljósmyndun síðan 1995 þegar hann kom frá námi í Bandaríkjunum. Hann nam við Brooks Institute of Photography í Santa Barbara í Kaliforníu. Hann hefur einnig starfað á erlendri grund. Árið 2007 starfaði hann sem ljósmyndari í Mílanó hjá tískukónginum Giorgio Armani.

Viðfangsefni Jóns Páls er afar fjölbreytt. Allt frá því að mynda börn og fjölskyldur upp í stórar og flóknar auglýsingamyndatökur fyrir stærstu fyrirtæki landsins.

Heimasíður:


Superstudio - ljósmyndaþjónusta

Við vinnum mjög fjölbreytt verkefni fyrir fyrirtæki og einstaklinga ásamt erlendum verkefnum. Auglýsingaljósmyndun, portrett, brúðkaup, passamyndir, barna- og fjölskyldumyndir, vörumyndir og ýmsar uppstillingar í studio.

Ég er með stórformat prentara Epson P8000 og prenta landslagsmyndir í allt að 110cm breidd. Við erum með fullkomna vinnuaðstöðu þar sem við prentum og römmum inn þúsundir mynda árlega.


Zsuzsa Darab

Zsuzsa kom frá Ungverjalandi í gegnum Erasmus nemaprógram Evrópusambandins. Hún er með gráðu í listrænni ljósmyndun og hafði líka verið í Finnlandi og Danmörku í framhaldsnámi.

Samningurinn var fyrst til 3ja mánaða en fékk svo fullt starf og vann hjá mér í 2 ár. Henni finnst gaman að ferðast um landið og hefur farið í um 30 ferðir um allt Ísland á síðastliðnum 2 árum.

Nú er hún farin að sinna eigin verkefnum í Ungverjalandi. Það eru ýmis listræn verkefni ásamt brúðkaupum og portrett sem heilla hana mest.

Heimasíða: - www.zsuzsadarab.com

 


Óli Haukur

Óli fékk nemasaming hjá mér 2015 og vann ýmis verkefni með mér og sá um eftirvinnslu.

Ég var með ljósmyndaferðir fyrir erlenda ljósmyndara á þeim tíma og hann fór í nokkrar ferðir. Fyrst með mér og síðan einn. Hann féll fyrir því og rekur núna eigin ferðaskrifstofu með sérhæfingu í ljósmyndaferðum. Hann ferðast víða um Ísland og er núna farinn að bjóða upp á ferðir til annara heimsálfa líka.

Ferðir: www.enroute.is

Ljósmyndasíða: www.olihphotography.com


 Hann týndist undir parketi og eiginlega er öllum sama… hehe

Hann týndist undir parketi og eiginlega er öllum sama… hehe

Týndi aðstoðarmaðurinn!

Ég man ekki hvað hann hét en hann var bara hjá mér í stuttan tíma!


 

Umsókn:

Ef þú hefur áhuga á að vinna sem ljósmyndari hjá okkur í Superstudio sendu okkur tölvupóst með eftirfarandi upplýsingum á netfangið: myndir@ljosmyndastofa.is

 1. Umsóknarbréf

 2. Ferilskrá með mynd, Adobe forrit, nám og önnur reynsla

 3. Hlekk á myndir

 4. 1-3 PSD fæla með öllum aðgerðum (layers) í 2k upplausn

Möguleiki á framtíðarstarfi sem ljósmyndari fyrir réttan aðila.