Bumbumyndir | 28-32 vikna

Sía:
| | | | | |

Smelltu á myndirnar til að skoða stærri.


Bóka tíma hér:

Þú færð sendan staðfestingarpóst þar sem þú getur breytt eða eytt bókuninni. (Ath ruslsíu).


Klæðnaður:

Klæðnaður skiptir miklu máli. Allt sem er einfalt er gott. Þú kemur náttúrulega með nærföt og ef makinn er með megið þið velja föt sem eru svipuð og passa saman. Sama gildir ef önnur börn koma með. Svo kemur vel út að vera með eitthvað yfir axlirnar. Það má koma með aukahluti t.d. barnsskó, hatt, blöðrur, útprentaða mynd af fóstri o.s.frv.

Gott:

 • Bæði í hvítum skyrtum.

 • Konan í svörtum nærfötum, hann í svörtum bol og bæði í (rifnum) gallabuxum o.s.frv.

 • Léttir sumarkjólar og allt sem er hálfgagnsætt.

 • Þröng föt sem sýna vel vöxtinn.

Slæmt:

 • Betra að koma ekki í mjög áberandi skræpóttum fötum sem taka athyglina frá bumbunni.

 • Annað kemur í hvítu og hitt þverröndóttu, gulu og grænu með stórum áberandi stöfum.

 • Bolir með einhverjum texta eða mynd að framan nema það sé eitthvað úthugsað!

Það eru hugmyndir hér á síðunni og svo á Pinterest:

Svona gengur þetta fyrir sig:

 1. Verð á myndatöku er byggt á tíma: 15, 30 eða 60 mínútur.
  (Möguleiki á útimyndatöku aukalega.)

 2. Innifalið eru stækkanir og myndabækur nema þið viljið sleppa bók.

 3. Þið veljið myndirnar sem þið viljið fá í stækkanir og bækur.
  (Það má velja fleiri myndir í bækurnar ef það koma margar góðar úr tökunni, 900kr per aukmynd.)

 4. Við afgreiðum pöntun (2-3 dagar) og sendum ykkur myndir stafrænt í ca 10x15cm upplausn (1.600px)

 5. Úr myndatökunni er síðan hægt að kaupa aukalega:
  Stækkanir, strigamyndir, aukamyndir í bækur, aukabækur, rammar, tækifæriskort, gjafakort, prentleyfi o.fl.