Svona gengur þetta fyrir sig!

 

Tími + innifalið = verð!

Meiri tími, fleiri myndir og meira val → Meira innifalið og meiri eftirvinnsla!

Verð byggist fyrst og fremst á tíma og hvað er innifalið! Á lengri tíma er hægt að taka fleiri myndir, prófa mismunandi uppstillingar og þá hafið þið meira val. Einnig tíma til að skipta um föt. Gæludýr eru velkomin en þau taka líka drúgan tima.

Ef þið þurfið bara eina, tvær myndir þá dugar pakki I. Ef þið vilijð lengri tíma og fá meira úr að velja þá takið þið pakka II. Ef þið viljið mæta með fjölskylduna líka þá er það pakki III en ef það er öll stórfjölskyldan þá velið þið pakka IV.

Fjölskyldumynd - Það getur tekið drjúgan tíma að fá "bara eina" góða fjölskyldumynd. Það fer eftir stærð fjölskyldu, aldri barna og hvernig fólkið er upplagt. Foreldrar með einu fermingarbarni eða stúdent er oftast lítið mál (pakki II) en með 2-3 yngri börnum gæti það tekið mun meiri tíma (pakki III).

Þessir pakkar eru startpakkar með inniföldum stækkunum og myndabókum. Það er svo undir hverjum og einum komið hvort þið viljið fá meira en það sem er í pakkanum.,

 

A → Myndataka

Fyrst er myndataka hjá ljósmyndara sem byggist á tíma í ljósmyndun og tíma í eftirvinnslu:

 • Pakki I - 15 mínútur.

 • Pakki II - 30 mínútur.

 • Pakki III - 60 mínútur.

 • Pakki IV - 2 klst.

B → Innifalið

Það er misjafn eftir pökkum hvað er innifalið:

 • Stækkanir! 13x18 og/eða 20x30

 • Myndabækur með 10, 16, 24 myndum!

 • Myndataka án bókar!

 • Stafrænar myndir!

C → Aukalega

Ef myndatakan heppnast vel þá er hægt að versla aukamyndir að vild!

 • Aukamyndir í myndabækur.

 • Auka stækkanir og strigamyndir.

 • Ramma og aukabækur.

 • Tækifæriskort.

 • Myndir í prentupplausn.

 • Sjá verðlista “hér”


Innifalið:

 • Venjulega eru 2 stækkanir í 13x18 með kartoni innifaldar í myndapökkum. Pakki I-IV.

 • Í pakka III og IV er einnig 20x30 stækkun.

 • Svo hafið þið val um að fá eigulega myndabók eða án bókar.

 • Stafrænar myndir í takmarkaðri upplausn. (1.600px/10x15cm). Það dugar til að prenta litlar myndir og jólakort einnig fyrir öll tölvusamskipti.

Aukamynd í bók: Þið getið fengið aukamyndir í bækurnar. Þetta eru ódýrustu útprentanirnar eða aðeins 900kr hver mynd. Þú færð aukamyndir líka stafrænt (1.600px/10x15cm).

Uppfæra: Þú getur uppfært í stærri mynd eða strigamynd og greiðir þá mismuninn.

Niðurfæra - Almennt reiknast innifaldar stækkanir á hálfvirði í myndapökkum.Þú getur fengið minni myndir en þær sem eru innifaldar en við greiðum ekki mismuninn til baka. Í stað 20x30 stækkunar getið þið fengið 2stk 13x18 ef það henta betur.

staekkanir.png

Að velja myndir - Forval:

a) Þið veljið myndirnar.

Við sendum ykkur “forval” af myndum í skjáupplausn í tölvupósti. Þið veljið myndirnar í næði heima hjá ykkur og sendið svo númerin á myndunum til baka.

b) Við hjálpum ykkur að velja.

Ef þið eigið í vandræðum með að velja myndirnar þá getið þið sest niður með okkur og við hjálpum ykkur að velja. Hringið fyrst og bókið tíma!

c) Við veljum myndir í bók.

Við veljum bestu myndirnar fyrir bókina og í framhaldi þið getið pantað stækkanir út frá bókinni.

d) Við veljum fyrir ykkur.

Ef þið eigið erfitt með að velja (úr of mörgum góðum myndum) getum við valið fyrir ykkur.

→ Ef við erum ekki búin að fá svar innan 3ja mánaða þá veljum við myndirnar fyrir stækkanir og bók fyrir ykkur.

lightroom-400px.png

Aukamyndir í myndabækur:

Þið getið valið fleiri myndir í bækurnar en það sem er innifalið. Fyrstu 6 aukamyndirnar kosta 900 kr stk en 700kr ef það eru fleiri en 7. Þú færð aukamyndir líka sendar fullunnar í skjáupplausn. Aukamyndir í bók eru ódýrustu útprentanir sem við bjóðum upp á.

Í stafrænum heimi geta myndir týnst og tölvur eyðilagst og því mælum við með á fá útprentaða bók með en þær eru innbundnar og mjög eigulegar. Hjá sumum er þetta mest “lesna” bókin á heimilinu…

myndabok-minni.png

Aukapantanir:

Þegar þið eruð búin að borga fyrir myndatökuna er alltaf hægt að kaupa auka útprentanir.

 1. Stækkanir með kartoni - t.d. til jólagjafa.

 2. Stækkun án kartons - Blæðandi.

 3. Rammar - Vandaðir Nielsen Quadrum, hvíttað eða svart tré.

 4. Strigamyndir.

 5. Álmyndir.

 6. Aukabækur fyrir nánust ættingja eða fólk erlendis.

 7. Tækifæriskort: Jólakort, boðskort, þakkarkort o.fl.

 8. Stafræna fæla þar sem þið getið unnið úr myndum sjálf - Prentleyfi.

Prentupplausn/prentleyfi - Þið getið keypt myndirnar í fullum gæðum og þá getið þið prentað myndir sjálf í mismunandi stærðum. Það þarf að undirbúa strigamyndir sérstaklega og er það auðsótt mál.

utprentanir-flip.png

Afgreiðslutími á pöntunum:

Almennt stefnum við að því að afgreiða pantanir innan einnar viku frá því að pöntun berst.

 1. Stækkanir → 3 dagar (mögulegt samdægurs)

 2. Strigamyndir → 5 dagar

 3. Álmyndir → 5 dagar

 4. Myndabækur → 5 dagar

 5. Tækifæriskort: → 5 dagar

 6. Stafræna fæla → Samdægurs

Ef mikið liggur við er hægt að flýta sumu enn annað tekur lengri tíma!


Prentþjónusta og innrömmun:

Við erum með fullkominn ljósmyndaprentara og notum eingöngu fyrst flokks pappír, striga, blek og rammaefni. Aðeins með því að vinna þetta innhúss getum við ábyrgst framúrskarandi myndir sem endast ævilangt.

Verðlisti fyrir ýmsar útprentanir:

Epson.png

Stafrænar myndir:

Þið fáið valdar myndir sendar í tölvupósti þegar við erum búin að fullvinna þær fyrir bók og stækkanir. Ef þið viljið fleiri stafrænar myndir sem fara ekki í bók eða stækkun þá kosta þær 500kr stk.

Upplausnin á myndunum sem er innifalið er 1.600 pixlar sem samsvarar 10x15cm prentupplausn.

Skjáupplausn/netupplausn - Takmörkuð upplausn á mynd. M.ö.o. það er hægt að nota hana í tölvusamskiptum, á Facebook, tölvupósti, skoða í sjónvarpi og þess háttar en ekki hægt að prenta hana út nema litla. Sleppur á boðskort/jólakort og 10x15cm stækkun eða minni.

prentleyfi.png

Samanburður á myndapökkum:

Smelltu á myndina til að sjá hana stærri:

 
 
signature.png