Svona gengur þetta fyrir sig!

 

Myndataka:

Tími í myndatöku + eftirvinnsla + innifalið = verð!

Meiri tími, fleiri myndir og meira val → Meira innifalið og meiri eftirvinnsla!

Verð byggist fyrst og fremst á tíma og hvað er innifalið! Á lengri tíma er hægt að taka fleiri myndir, prófa mismunandi uppstillingar og þá hafið þið meira val. Einnig tíma til að skipta um föt. Gæludýr eru velkomin en þau taka líka drúgan tima.

  • Ef þið þurfið bara eina til tvær myndir þá dugar pakki I.

  • Ef þið vilijð lengri tíma og fá meira úr að velja þá takið þið pakka II.

  • Ef þið viljið mæta með fjölskylduna og syskinin líka þá er það pakki III

  • Ef það er öll stórfjölskyldan þá velið þið pakka IV.

Fjölskyldumynd - Það getur tekið drjúgan tíma að fá "bara eina" góða fjölskyldumynd. Það fer eftir stærð fjölskyldu, aldri barna og hvernig fólkið er upplagt. Foreldrar með einu fermingarbarni eða stúdent er oftast lítið mál (pakki II) en með 2-3 yngri börnum gæti það tekið mun meiri tíma (pakki III).

Eftirvinnsla: Það fer tvöfalt til þrefalt meiri tími í eftirvinnslu og samskipti við viðskiptavini heldur en fer í myndatökuna. Því meira sem við myndum þeim mun meiri tími fer í eftirvinnslu og þið hafið fleiri möguleika!

Startpakki: Þessir pakkar eru “startpakkar” með inniföldum stækkunum og myndabókum. Það er svo undir hverjum og einum komið hvort þið viljið fá meira en það sem var í pakkanum. Það er hægt að vinna úr myndatökunni á óteljandi vegu. Hversu margar aukamyndir viljið þið, hversu stórar, hvernig framsetning, með eða án ramma, aukabækur, aukafælar o.s.frv.

 

A → Myndataka

Fyrst er myndataka hjá ljósmyndara sem byggist á tíma í ljósmyndun og tíma í eftirvinnslu:

  • Pakki I - 15 mínútur.

  • Pakki II - 30 mínútur.

  • Pakki III - 60 mínútur.

  • Pakki IV - 2 klst.

B → Innifalið

Það er misjafn eftir pökkum hvað er innifalið:

  • Stækkanir! 13x18 og/eða 20x30

  • Myndabækur með 10, 20 og jafnvel enn fleiri myndum!

  • Myndataka án bókar!

  • Stafrænar myndir!

C → Aukapöntun

Ef myndatakan heppnast vel þá er hægt að versla aukamyndir að vild!

  • Aukamyndir í myndabækur.

  • Auka stækkanir eð stærri myndir.

  • Strigamyndir og álmyndir.

  • Ramma og aukabækur.

  • Tækifæriskort.

  • Myndir í prentupplausn.

  • Sjá verðlista “hér”


Innifalið:

staekkanir.png

Það er misjafn hvað er mikið innifalið. Það miðast við lágmarksfjölda mynda en þið getið alltaf pantað meira úr tökunni en það sem er innifalið í pakka!

  • Venjulega eru 2 stækkanir í 13x18 með kartoni innifaldar í myndapökkum. Pakki I-IV.

  • Í pakka III og IV er einnig 20x30 stækkun.

  • Svo hafið þið val um að fá eigulega myndabók eða myndatöku án bókar.

  • Stafrænar myndir í takmarkaðri upplausn fylgja með (1.600px/10x15cm).

    • Sú stærð dugar til að prenta litlar myndir og jólakort.

    • Einnig fyrir ýmis tölvusamskipti og félagsmiðla.

    • Með aukamyndum í bók og stækkanir fylgja líka stafrænar myndir.

  • Þið getið alltaf fengið fleiri myndir og stækkanir en er innifalið… Sjá verðlista “hér”

 
myndabok_02.jpg

Aukamyndir í bók:

Þið getið bætt við myndum í bækurnar, þ.e. fengið umfram það sem er innifalið í pökkunum.

Þetta eru ódýrustu útprentanirnar eða aðeins 900kr hver mynd. Þú færð aukamyndirnar líka stafrænt (1.600px/10x15cm).

Uppfæra: Þú getur uppfært í stærri mynd eða strigamynd og greiðir þá mismuninn.

Niðurfæra / breyta - Almennt reiknast innifaldar stækkanir á hálfvirði í myndapökkum. Þú getur fengið minni myndir en þær sem eru innifaldar en við greiðum ekki mismuninn til baka. Í stað 20x30 stækkunar getið þið fengið 2stk 13x18 ef það hentar betur. Eða öfugt, eina 20x30 í stað tveggja 13x18. Þitt er valið!


prentleyfi.png

Stafrænar myndir:

Innifalið - Þið fáið valdar myndir sendar í tölvupósti þegar við erum búin að fullvinna þær fyrir bók og stækkanir. Ef þið viljið fleiri stafrænar myndir sem fara ekki í bók eða stækkun þá kosta þær 500kr stk.

Upplausnin á myndunum sem er innifalið er 1.600 pixlar sem samsvarar 10x15cm prentupplausn.

Skjáupplausn/netupplausn: Takmörkuð upplausn á mynd. M.ö.o. það er hægt að nota hana í tölvusamskiptum, á Facebook, tölvupósti, skoða í sjónvarpi og þess háttar en ekki hægt að prenta hana út nema litla. Sleppur á boðskort/jólakort og 10x15cm stækkun eða minni.

Aukalega - Prentupplausn/prentleyfi:

Þið getið keypt myndirnar í fullum gæðum og þá getið þið prentað myndir sjálf í mismunandi stærðum. Það þarf að undirbúa strigamyndir sérstaklega og er það auðsótt mál. Sjá verðlista.


Ferlið:

strigamynd-40x80.jpg

1: Bóka tíma: Þið bókið tíma sem hentar ykkur og börnum. Það getur verið púsluspil að ná öllum saman. Fólk er í vinnu, börnin í skóla, á fullu í æfingum og áhugamálum. Hins vegar eiga myndirnar að fara upp á vegg og hanga þar fyrir allra augum áratugum saman og þá er kannski betra að bóka tíma fyrrihluta dags þegar fólk er upp á sitt besta.

2: Myndataka: Þið mætið í myndatökuna. Gott er að velja föt sem passa saman! Rex og leiðindi er afþökkuð fyrir myndatöku. Við viljum mynda betri útgáfuna af ykkur ;-)

3: Forval: Eftir myndatökuna sendum við ykkur myndir (Forval) svo þið getið valið úr þær myndir sem á að fullvinna (Valdar myndir).

4: Pöntun: Þið svarið tölvupóstinum með fjögurra stafa númeri (1234 úr _IMG1234.jpg) á þeim myndum sem þið viljið nota í bækur og stækkanir eftir því hvað var innifalið. Ef myndatakan heppnast vel og mikið af flottum myndum getið þið bætt við myndum í bækur og stækkanir umfram það sem var innifalið.

ATH: Við afgreiðum pantanir á nokkrum dögum en ekki draga það of lengi að senda inn pöntun ;-)

5: Eftirvinnsla og útprentun: Við fullvinnum myndirnar, prentum út stækkanir, útbúum myndabækur og römmum inn eftir þörfum. Við látum ykkur síðan vita þegar pöntunin er tilbúin.

6: Sækja: Þið sækið myndirnar til okkar. Alveg sjálfsagt að senda út á land og til útlanda. Minni stækkanir og bók er líka hægt að senda til ykkar á höfuðborgarsvæðinu.

7: Aukapöntun! Við geymum myndir þannig að þið getið alltaf pantað fleiri myndir t.d. fyrir jól og önnur tækifæri.


Að velja myndir - Forval:

lightroom-400px.png

a) Þið veljið myndirnar.

Flestir kjósa að velja myndirnar sjálf. Við sendum ykkur “forval” af myndum í skjáupplausn í tölvupósti. Þið veljið myndirnar í næði heima hjá ykkur og sendið svo númerin á myndunum til baka (1234.jpg).

b) Við hjálpum ykkur að velja. Bóka fund hér:

1) Við hjálpum ykkur að velja myndir í gegnum fjarfundarbúnað.

2) Ef þið eigið í vandræðum með að velja myndirnar þá getið þið sest niður með okkur og við hjálpum ykkur að velja. Hringið fyrst og bókið tíma!

c) Við veljum myndir í bók.

Við veljum bestu myndirnar fyrir bókina og í framhaldi getið þið pantað stækkanir út frá bókinni.

d) Við veljum fyrir ykkur.

Ef þið eigið erfitt með að velja (úr of mörgum góðum myndum) getum við valið fyrir ykkur. Fyrir Stórfjölskyldumyndatöku er best að við veljum fyrir ykkur.

→ Ef við erum ekki búin að fá svar innan 3ja mánaða þá veljum við myndirnar fyrir stækkanir og bók fyrir ykkur.

 

Pöntun - sýnishorn:

Stækkanir - innifaldar:

1234 - 13x18

1235 - 13x18

1235 - 20x30 + svartur rammi (ef þið viljið bæta við!)

Valdar myndir / myndabók:

1230

1235

1272

1334-SH (ef mynd á að vera svart hvít)

1434 - (ATH-taka út hund!)

o.s.frv.

Litur á kápu - Drapplituð

Bók með mynd og texta á kápu - valfrjálst:

Texti: Guðrún Jónsdóttir - 01.01.2019

Aukapöntun:

1236 - strigamynd 30x40 með hvítum flotramma


Litmyndir eða svart hvítar?

Góð spurning!

Myndirnar eru teknar í lit á stafræna myndavél en þeim er síðan breytt í eftirvinnslu. Myndirnar eru lagaðar til, unnið með lit og tóna eða breytt í svart hvítar. Að lokum eru þær skornar til þannig að hver mynd virki sem best.

Birkitónn: Birkisettið er alfarið komið frá Jóni Páli sem bjó til þennan stíl fyrir nokkrum árum. Þetta eru litmyndir sérstakri vinnsla í þessum sérstaka hlýja tón sem hefur slegið í gegn. Það er hægt að breyta “birkitón” í “svart hvítar” en það er samt ekki besta nálgunin.

Svart hvítt: Helst vil ég taka svart hvítar myndir sem svart hvítar frá grunni. Ég lýsi þá viðfangsefnið öðruvísi og nota annan bakgrunn. Gluggamyndirnar eru skemmtilegar í svart hvítu, svona baklýstar og með hörðum kontrast. Maður hugsar öðruvísi fyrir svart hvítt!

Það er smá hlýr tónn í svart hvítum myndunum hjá mér. Þetta er ekki beint einföld aðgerð heldur eru nokkur skref sem þarf að taka til að svart hvítar myndir virki sem best.


Aukamyndir í myndabækur:

Þið getið valið fleiri myndir í bækurnar en það sem er innifalið.

Ef það voru 10 myndir innifaldar en þið viljið fá 11, 13, 16 eða 25 myndir þá er það ekkert mál.

Fyrstu 6 aukamyndirnar kosta 900 kr stk en 700kr ef það eru fleiri en 7.

Þú færð aukamyndir líka sendar fullunnar í skjáupplausn. Aukamyndir í bók eru ódýrustu útprentanir sem við bjóðum upp á.

Í stafrænum heimi geta myndir týnst og tölvur eyðilagst og því mælum við með á fá útprentaða bók en þær eru innbundnar og mjög eigulegar. Hjá sumum er þetta mest “lesna” bókin á heimilinu…

myndabok-minni.png

Aukapantanir:

Þegar þið eruð búin að greiða fyrir myndatökuna er alltaf hægt að kaupa auka útprentanir.

  1. Stækkanir með kartoni - t.d. til jólagjafa.

  2. Stækkun án kartons - Blæðandi.

  3. Rammar - Vandaðir Nielsen Quadrum, hvíttað eða svart tré.

  4. Strigamyndir á blindramma (rammalaus framsetning).

  5. Strigamyndir með flotramma.

  6. Álmyndir með álramma.

  7. Fljótandi álmyndir (rammalaus framsetning).

  8. Aukabækur fyrir nánust ættingja eða fólk erlendis.

  9. Tækifæriskort: Jólakort, boðskort, þakkarkort o.fl.

  10. Prentleyfi - Stafræna fæla þar sem þið getið unnið sjálf úr myndunum.

utprentanir-flip.png

Afgreiðslutími á pöntunum:

Almennt stefnum við að því að afgreiða pantanir innan 2ja vikna frá því að pöntun berst.

  1. Stækkanir < 3 dagar

  2. Strigamyndir < 2 vikur

  3. Álmyndir < 2 vikur

  4. Myndabækur < 2 vikur

  5. Tækifæriskort < 2 vikur

  6. Stafræna fæla → Samdægurs

Ef mikið liggur við er hægt að flýta sumu enn annað tekur lengri tíma!

zsuzsa_05.jpg

Jólavertíðin:

Ljósmyndir af börnum, syskinunum og fjölskyldunni er vinsælar jólagjafir sem endast ævilangt. Best er að að panta myndatöku snemma því allt ferlið getur tekið nokkrar vikur. Svo er mikið að gera í desember og allt fer á hvolf. Pósturinn týnir pökkum, rammar seljast upp, vélar bila og sumir eru haldnir frestunaráráttu…! Það er bara mannlegt að þreytast og meiri líkur á mistökum í desember en aðra mánuði. Best að vera búin að panta myndir og jólakort áður en desember gengur í garð. Betri gæði og minna stress.

Jólin koma, öllum að óvörum, 24. desember ár hvert…

jolamyndir_01.jpg

Prentþjónusta og innrömmun:

Við erum með fullkominn ljósmyndaprentara og notum eingöngu fyrst flokks pappír, striga, blek og rammaefni. Aðeins með því að vinna þetta innhúss getum við ábyrgst framúrskarandi ljósmyndir sem endast ævilangt.

Aðeins það besta fyrir þínar mætustu minningar.

Epson-p8000.png

 
 
signature.png