Fermingarmyndir

Sía:
| | | | | | | | |

Smelltu á myndirnar til að skoða stærri.


 

Verð og tímabókun:

Þú færð sendan staðfestingarpóst þar sem þú getur breytt eða eytt bókuninni. (Ath ruslsíu).

Ef myndatakan er gerð 1-3 vikum fyrir ferminguna, t.d. samfara prufugreiðslu,

geta myndirnar verið tilbúnar á fermingardaginn! Afgreiðum pantanir á 1-2 vikum.


 

Fjölskyldan, systkinin og gæludýr.

Sía:
| | | | | |

 

Áhugamál, hversdagsföt, glens og fleira.

Sía:
| | | | | |

 

Hagnýtar upplýsingar

 

Hvenær er best að bóka tíma?

Að finna tíma sem hentar öllum getur verið púsluspil. Fullorðnir eru í vinnu, krakkarnir í skóla og unglingarnir á fullu í íþróttum eða að sinna áhugamálum. Í lok dags þegar fólk er meira laust þá er fólk hins vegar orðið þreytt og við líka.

Hin hliðin er sú að ef myndatakan heppnast vel þá fá myndirnar að hanga upp á vegg jafnvel í áratugi. Þá er eins gott að fólkið á myndinni sé upp á sitt besta. Það er þá kannski betra að vera fyrr á ferðinni, sleppa einni æfingu og taka sér smá frí frá vinnu eða skóla!

Minna stress: Ef myndatakan er 1-3 vikum fyrir fermingu, t.d. samfara prufugreiðslu, þá geta myndirnar verið tilbúnar fyrir fermingardaginn. Þá er t.d hægt að sýna þær á skjávarpa, tölvuskjá eða í sjónvarpi. Það verður líka minna stress á sjálfan fermingardaginn. Það er nóg annað að gera!

PS: Við erum ekki að vinna á kvöldin eða um helgar. Það kostar meira auk þess þurfum við að lifa líka!

Myndatökur - útskýringar:

Verð á myndatöku er byggt á tíma:

  1. Pakki I - 15 mínútur | 2-4 myndir.

  2. Pakki II - 30 mínútur | 10+ myndir. - Hægt að skipta um föt, kirtill, rólan, glugginn og fleira.

  3. Pakki III - 60 mínútur | 20+ myndir. - Tími fyrir fjölskylduna, systkinin, gæludýr, áhugamál og fleira skemmtilegt.

  4. Möguleiki á útimyndatöku aukalega.

  1. Innifalið eru stækkanir og myndabækur en það má líka sleppa bók.

  2. Þið veljið myndirnar sem þið viljið fá útprentaðar og í bókina.
    (Það má velja fleiri myndir í bækurnar ef það koma margar góðar úr tökunni, 900kr per aukmynd.)

  3. Við afgreiðum pöntun á ca viku og sendum ykkur myndir stafrænt í 10x15cm upplausn (1.600px)

  4. Úr myndatökunni er síðan hægt að kaupa aukalega: Stækkanir, strigamyndir, aukamyndir í bækur, aukabækur, ramma, tækifæriskort, gjafakort, prentleyfi o.fl.

Sjá verðskrá fyrir útprentanir hér: