Undirbúningur fyrir myndatöku!

SVG file icon

Tímasetning:

Það fer oft þannig að fólk er í vinnu og skóla um daginn. Síðan þarf undirbúning, hárgreiðslu og förðun. Þá er komið að lokum dags þegar allir eru orðnir þreyttir og brúnaþungir sem við eigum að búa til flotta mynd sem hangir upp á vegg í áratugi. Það er eitthvað sem er ekki hægt að laga í Photoshop.

Reyndu að nota alla frídaga eða styðstu dagana. Kannski fá frí úr vinnu hálfan dag, sækja börninn fyrr, sleppa einni æfingu og mæta fljótlega upp úr hádegi á með börnin eru enn fersk. Að fara í myndatöku er nú ekki hversdagslegur viðburður en þeim mun mikilvægara að vera ekki sybbin eða útkeyrð eftir langan dag.

Mæta tímalega.

Vera mætt korter fyrir. Taka af sér yfirhafnir, kíkja í spegil og vera komin í ró þegar myndatakan hefst.

Klæðnaður:

Ef það eiga fleiri að vera saman á mynd þá má aðeins hugsa um heildarmyndina. Eitthvað látlaust kemur alltaf vel út og tekur ekki athygli frá aðalatriðinu sem eruð þið sjálf.

Mjög sterkir litir geta truflað sérstaklega ef einn mætir í eldrauðu og enginn hinna. Þá yfirtekur rauði liturinn myndina. En ef allir eru með rautt eða annan “einkennislit” fjölskyldunnar þá myndar liturinn tengingu og kemur flott út.

Föt með mjög sterku mynstri taka mikla athygli en ef þið öll klædd svipað þá er það ekki vandamál.

Það er vinsælt að taka með gallabuxur og hvíta boli eða skyrtur eða eitthvað svipað. Þá verður hversdagslegur samhljómur með öllum á myndinni.

Aukaföt, leikmunir, gæludýr:

Fyrir lengri tökur er hægt að taka með aukaföt, leikmuni og gæludýr. Allt slíkt tekur tíma og þá mæli ég með 1 klukkustund.

Það er gaman að taka gæludýr með en þau taka tíma líka og þarf að gera ráð fyrir því. Gefa þeim eitthvað að borða fyrir athygli.

Fyrir einstakling er venjan að vera í sparifötum en það má líka skipta um föt einu sinni til tvisvar. T.d. taka með íþróttaföt, hversdagsföt eða fatnað og leikmuni sem tengjast áhugamálinu.

Muna að taka ALLAN aukafatnað með: Boltann, skóna, sokkana, buxurnar, treyjuna, höfuðfatið og ALLA aðra fylgihluti sem fylgja áhugamálinu.

Það má líka gera frumlega útgáfu með ýktum fötum: Loðfeldur, pípuhattur og stafur. Glimmerkjólar eða leðurjakkar - Allt leyfilegt ;-)

Kirtlar:

Við erum með nokkrar stærðir af kirtlum fyrir fermingarmyndatökur. Einnig sálmabækur ef þið eruð ekki búin að fá ykkar - eða ef þær gleymast!

Stúdentshúfur:

Við gerum ráð fyrir að stúdentinn komi með eigin húfu en það er líka gaman að fá fjölskyldu- og systkinamynd þar sem aðrir stúdentar fjölskyldunnar eru líka með sínar. Muna eftir að taka þær líka með. Maður notar þær nú ekkert of oft…

Tvíburar og flóknar fjölskyldur!

Mæli með lengri tíma til að geta sinnt öllum einstaklingum vel og tekið margar útgáfur af “flóknum” fjölskyldum.

 
SVG file icon

Verð byggist á tíma í myndatöku og tíma í eftirvinnslu!

Meiri tími, fleiri myndir og meira val

→ Meira innifalið og meiri eftirvinnsla!

Verð byggist fyrst og fremst á tíma og hvað er innifalið! Á lengri tíma er hægt að taka fleiri myndir, prófa mismunandi uppstillingar og þá hafið þið meira val. Einnig tíma til að skipta um föt. Gæludýr eru velkomin en þau taka líka drúgan tima.

  • Ef þið þurfið bara eina til tvær myndir þá dugar Einfalt | korter.

  • Ef þið vilijð nægan tíma fyrir einstakling þá veljið þið Vandað | hálftími

  • Ef þið viljið mæta með fjölskylduna og syskinin líka og fá meira úr að velja þá er það Veglegt | klukkustund

  • Ef það er öll stórfjölskyldan þá velið þið Pakka IV - Stórfjölskyldan.

Fjölskyldumynd - Það getur tekið drjúgan tíma að fá "bara eina" góða fjölskyldumynd. Það fer eftir stærð fjölskyldu, aldri barna og hvernig fólkið er upplagt. Foreldrar með einu fermingarbarni eða stúdent er oftast lítið mál (pakki II) en með 2-3 yngri börnum gæti það tekið mun meiri tíma (pakki III).

Eftirvinnsla: Það fer tvöfalt til þrefalt meiri tími í eftirvinnslu og samskipti við viðskiptavini heldur en fer í myndatökuna. Því meira sem við myndum þeim mun meiri tími fer í eftirvinnslu og þið hafið fleiri möguleika!

Startpakki: Þessir pakkar eru “startpakkar” með inniföldum stækkunum og myndabókum. Það er svo undir hverjum og einum komið hvort þið viljið fá meira en það sem var í pakkanum. Það er hægt að vinna úr myndatökunni á óteljandi vegu. Hversu margar aukamyndir viljið þið, hversu stórar, hvernig framsetning, með eða án ramma, aukabækur, aukafælar o.s.frv.

A → Myndataka

Fyrst er myndataka hjá ljósmyndara sem byggist á tíma í ljósmyndun og tíma í eftirvinnslu:

  • 15 mínútur.

  • 30 mínútur.

  • 60 mínútur.

  • 2 klst.

Það er oft hægt að uppfæra bókun (eða niðurfæra) en best er að vita það fyrirfram svo það rekist ekki á aðrar myndatökur.

B → Myndval

Það er misjafn eftir pökkum hvað er innifalið:

  • Myndskrár - Stafrænar myndir!

    • Getið bætt við eftir því hvernig tekst til.

  • Stækkanir! 13x18 og/eða 20x30

C → Myndvinnsla

Ef myndatakan heppnast vel þá er hægt að versla aukamyndir að vild!

  • Myndabækur með 10, 20 og jafnvel enn fleiri myndum!

  • Aukamyndir í myndabækur.

  • Auka stækkanir eð stærri myndir.

  • Strigamyndir og álmyndir.

  • Ramma og aukabækur.

  • Tækifæriskort.

  • Myndir í prentupplausn.

  • Sjá verðlista “hér”

SVG file icon

Minna eða meira? Þitt er valið!

 
Myndataka
Myndataka
Myndataka
Myndataka
 

Styttri tími kostar minna en ein góð mynd er líka miklu betra en engin mynd! → Á lengri tími er hægt að skapa fleiri og flottari myndir, einnig færðu meiri valmöguleika. Síðan fer annað eins í eftirvinnslu!

SVG file icon

Ein myndataka ⇢ Margir möguleikar!

Myndataka
Myndataka
Myndataka
Myndataka
Myndataka
Myndataka

Myndverk og prentmunir ⇢ Til að eiga, deila, dást og njóta!

SVG file icon
SVG file icon

Fyrir þínar mætustu minningar