“Lífsverkið”

Fjölskyldulistaverk

SVG file icon

Hver er ykkar arfleifð?

“Lífsverkið” er ljósmynd sem hverfist um augnablik í samverustund fjölskyldunnar ykkar. Skáldverk en kryddað nægum sannleikskornum og minningarbrotum til að gera myndlýsinguna að skemmtilegu, sjónrænt áhugaverðu og persónulegu fjölskyldulistarverki.

“Lífsverkið” er líka áhugaverð upplifun og eftirminnileg samverustund við listsköpun þar sem þið eruð þáttakendur í undirbúningi og fyrirsætur í listrænni ljósmynd til að fegra heimilið ykkar með.

 
SVG file icon
SVG file icon

Með sköpunargleði og handbragði meistarans!

Sýnishorn af verkum og innblástur - Smelltu á myndir til að stækka.

 
SVG file icon

Framúrskarandi fjölskyldulistaverk

 

Concept myndataka

“Lífsverkið” er listrænt ferli þar sem þið takið þátt í að skapa listaverk unnið út frá fyrirfram ákveðnu hugtaki (concept), hugmynd, staðsetningu eða þema - með ykkur sjálfum í aðalhlutverki. Gæti líka verið eins og sena í kvikmynd eða opna í glanstímariti. Markmiðið er að búa til listaverk sem gæti verið áberandi verk á heimilinu!

Myndverkið útlistar á einhvern hátt um augnablik í “samverustund” fjölskyldunnar (raunverulegt eða skáldað).

Að umbreyta manneskjum í myndlistarverk

Með “Lífsverkinu/samverustundinni” veitið þið mér listrænt frelsi, tíma og lausan taum til að skapa einstakt listaverk með ykkur í aðalhlutverki. Það er hægt að fara í margar áttir í ljósmyndun en núna er ég mest spenntur að vinna út frá kertaljósi í stíl við endurreisnartímabilið sem margir meistarar myndlistarsögunnar unnu út frá.

Málið er að ég get gert miklu flottari fjölskyldumyndir en það gefst bara ekki tími til þess í hefðbundinni fjölskyldumyndatöku á því verði sem þær eru boðnar á. Það fer einfaldlega meiri tími í að búa til listaverk og það kostar að sjálfsögðu meira. Með “Lífsverkinu” er ég að lyfta fjölskyldumyndum upp á sama stall og önnur myndlist.

Tími og frelsi til að myndsköpunar?

Sem atvinnuljósmyndari hef ég mikla reynslu af stórum verkefnum fyrir auglýsingastofur og alþjóðleg fyrirtæki. Verkefnið er nálgast á allt annan hátt. Markmiðið er sett hærra! Lagður meiri tími í hugmyndavinnu og undirbúning, fjárfest með meira skapandi orku, unnið með fleira fagfólki og svo framvegis. Slík vinna kostar almennt miklu meira en fólk er tilbúið að greiða úr eigin vasa fyrir heimilið en með “Lífsverkinu” er ég að gera foreldrum kleift að eignast framúrskarandi fjölskyldulistaverk á viðráðanlegu verði.

 
SVG file icon

Innblástur

 

Í sjálfu sér er allt opið hvernig mynd við búum til.

  • Þetta gæti verið eitthvað tengt áhugamáli fjölskyldunnar!

  • Einhvað sem þið gerið saman eða sameinar ykkur!

  • Þetta gæti verið unnið út frá þekktu málverki, bók eða upplifun!

  • Gæti verið eins og sena í kvikmynd eða opna í glanstímariti.

  • Það mætti vinna út frá búningum eða leikmynd!

  • Augnablik þar sem allt fer úrskeiðis

  • Þetta gæti verið frumlegt útlit!

  • Þetta gætu verið útimyndir teknar við uppáhalds staðinn ykkar!

  • Hugmyndin gæti verið hvað sem er! Við finnum út úr því saman.

“Lífsverkið'“ er persónulegt og einstakt listaverk af fjölskyldunni ykkar.

SVG file icon

Tímabókun:

Hér getið þið tekið frá tíma. Við höfum síðan samband í millitíðinni varðandi hugmyndavinnu!

Endilega hafið samband ef þið heyrið ekki frá okkur!

ATH: Þessi þjónusta er einnig opin örfáar helgar…!

Plássin hlaupa á 2 klst þannig að það er bara 3 laus pláss hvern dag sem er opið!

 
SVG file icon

Myndheimar - ljósmyndaþjónusta | (Superstudio) Snorrabraut 56, 105 Reykjavík ⇢ inngangur bakatil | Sími: 519 9870 | Opið 8:00 - 17:00 (fös - 15:00)

Myndir, texti og vefhönnun ©Jón Páll Vilhelmsson