Lífsstíll

Frumlegt og frjálslegt

Opin og dínamísk myndataka fyrir skapandi fólk í blóma lífsins

 
SVG file icon
 

Að líða vel fyrir framan myndavél!

Það þarf sjálftraust og reynslu til að líða vel þegar athyglin beinist að manni. Það kemur með reynslunni. Því oftar sem þú vinnur fyrir framan myndavél þeim mun betur líður þér og þá kemur útgeislunin oft af sjálfu sér.

Fyrir utan að fá mögulega bestu myndirnar af þér, sem þú getur deilt að vild, nýtist þessi reynsla þér í öðrum myndatökum, næsta viðtali og út í lífið.

Samvinna og samstarf:

Með góðum undirbúningi færðu faglegri myndir. Hárgreiðsla, förðun og síðast en ekki síst fatnaður skiptir miklu máli. Fáðu einhvern í lið okkur til að sjá um stíl og útlit.

Því meira sem þú leggur til myndatökunnar þeim mun betur heppnast myndirnar!

 
 
SVG file icon

Portfolio

SVG file icon

Fyrir líflegar tískumyndir

Verð og tímabókun:

Þú færð sendan staðfestingarpóst þar sem þú getur “breytt” eða “eytt” bókuninni sjálf/ur. (Ath ruslsíu).

SVG file icon

Veganesti út í lífið!

Viltu verða módel en vantar nýjar myndir og reynslu á setti fyrir framan myndavél?

Ef þú ert með ákveðna hugmynd í kollinum um fatnað, förðun, stíleseringu eða hugmynd að staðsetningu þá viljum við gjarnan fá að heyra þær. Það hjálpar til að vinna út frá concepti en aðallega snýst þetta um útfæra myndatökuna á réttan hátt!

Staðsetning, studio, lýsing, fatnaður, leikmunir og sett. Allt skiptir þetta máli en það skiptir mestu máli að þér líði vel, að þú finnur fyrir öryggi, sjálfstrausti og kjarki til að “performa”. Við hjálpum þér með pósur þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því.

Nýjar módelmyndir opna dyr að áhugaverðum verkefnum ásamt því að hleypa nýju lífi í félagsmiðla og fleira.

Ekki bara fyrir fyrirsætur heldur líka fólk í blóma lífsins sem vill fá listrænni og flottari myndir af sér

SVG file icon

Gefðu myndatöku í jólagjöf

“Módelmyndataka” er það heitasta á óskalistanum hjá unga fólkinu!

Leiðbeiningar:

  • Þú velur “myndatöku”, greiðir í gegnum greiðslusíðu og færð gjafakortið sent.

  • Þið getið líka sótt kortið til okkar og greitt með posa.

  • Gjafakortinu fylgja leiðbeiningar og þau sem fá gjafakortið panta síðan tíma sem þeim hentar beint af heimasíðunni.

  • Fyrir jólagjafir gætu myndatökurnar verið í janúar, febrúar og mars.

  • Það væri líka hægt að fara í útimyndatöku þegar vorar, maí-júní.

  • Við sjáum svo um að búa til flott myndefni með ykkur í aðalhlutverki!

ATH:

  • Gildir eingöngu fyrir persónulega notkun svo sem félagsmiðla, á heimili ofl.

  • Hægt er að uppfæra í stærri pakka og greiða mismunin ef það hentar betur:

  • Eftir myndatöku er hægt kaupa fleiri stafrænar myndir eftir þörfum og útprentaðar myndir fyrir Portfolio.

SVG file icon

Superstudio

Snorrabraut 56
105 Reykjavík
Inngangur bakatil

S: +354 519 9870

SVG file icon

Myndheimar - ljósmyndaþjónusta | (Superstudio) Snorrabraut 56, 105 Reykjavík ⇢ inngangur bakatil | Sími: 519 9870 | Opið 8:00 - 17:00 (fös - 15:00)

Myndir, texti og vefhönnun ©Jón Páll Vilhelmsson