Uppstillingar og vörumyndir

Er markaðsefnið að skila ykkur góðri sölu?

SVG file icon

Myndskýringar

Myndefnið er krafturinn sem knýr markaðsvagninn þannig að það er ekki rétta efnið til sparnaðar!

Kynningarmyndefni er sú fjárfesting sem skilar hvað mestri framlegð til rekstraraðila

Uppstillingar - auglýsingar:

Það sem við köllum uppstillingar (e. still life) eru í raun auglýsingarmyndir af vöru.
Þá leggjum við meira upp úr að gera eina fullkomna mynd = toppgæði.
Einnig hægt að hafa fólk með í mynd! Þekkt andlit / módel / leikarar / leikmunir / sett…

Venjulega tekur maður myndefni fyrir auglýsingar sér. Það þarf að skrúfa upp frumleika, hugmyndir og gera myndir í takt við fyrirfram ákveðin skilaboð. Skilin milli vörumynda og auglýsingamynda eru samt ekki skýr.

Vörumyndir - vörulistar:

Vörumyndir fyrir vefverslanir og vörulista:

Vörumyndir snúast meira um magn, hraðari vinnubrögð og lægra verð per mynd. Hægt að taka fleiri myndir af hverri vöru. Einnig hreyfimyndir.


Fyrsta mynd kostar mest því að það fer tími í uppstillinguna - að setja upp settið! Síðan kostar hver mynd minna eftir því sem maður gerir fleiri myndir. Það kostar minnst að hugsa fyrir öllu og taka sem mest í eitt skipti því það kostar alltaf meira að gera það aftur síðar!

Matur og drykkir - kynningarmyndefni:

Fær kúnninn vatn í munninn þegar hann sér umbúðir í verslunum? Best er að spara ekki í myndmálið því það myndin er það sem kúnninn sér fyrst.
Kynningarmyndefni er einnig notað í auglýsinga- og kynningarefni sem kostar sitt. Þetta þarf allt að vera vandað til skila sínu…!

Auglýsingar með bitlausu myndefni sem enginn horfir á er dýrt spaug.

Kynningarmyndir á hvítum bakgrunni:

Hvítur bakgrunnur er klassískur og er sérstaklega gott til að halda í sama útliti þegar bætt er við nýjum vörum mánuðum eða árum síðar.

Annar bakgrunnur / litur / sérvinnsla: Ekkert vandamál - tölum bara saman!

Stundum er minnsta myndin ein sú mikilvægasta: Þ.e.a.s. “mest smellta myndin”!

SVG file icon

Portfolio

SVG file icon

Fyrir áhugaverðar vörur, vefverslanir og vörulista

Sýnishorn af verkum - Smellið til að skoða stærri.

SVG file icon
 

Tölum saman!

Góðar vörumyndir sýna vöruna betur og skapa traust þannig að hún selst hraðar, oftar, víðar o.s.frv…

 

Hvað get ég gert fyrir ykkur?

Að búa til myndefni fyrir kynningarefni snýst sjaldnast um verð eitt og sér heldur að búa til myndefni sem skilar ykkur árangri. Tölum saman um næsta verkefni og sköpum markaðsmyndefni sem virkar

Ef þú ert með verðfyrirspurn þá þurfum við að vita meira!. Hvernig verkefni er þetta, hvað vantar ykkur margar myndir, hverjar eru gæðakröfur, kallar þetta á mikla framleiðslu (production)? Er þetta fyrir innlendan markað eða erlenda markaði? Fyrir hvað langt tímabil? o.s.frv.

Farið er með allar fyrirspurnir sem trúnaðarmál.

Jón Páll Vilhelmsson - ljósmyndari

SVG file icon

Myndheimar - ljósmyndaþjónusta | (Superstudio) Snorrabraut 56, 105 Reykjavík ⇢ inngangur bakatil | Sími: 519 9870 | Opið 8:00 - 17:00 (fös - 15:00)

Myndir, texti og vefhönnun ©Jón Páll Vilhelmsson