Útskriftarmyndir

Á merkum tímamótum!

SVG file icon

Í blóma lífsins

 

Varanlegar minningar

Eftir langt nám er tilvalið að staldra við, skrásetja viðburðinn og eiga góðar myndir af útskriftarnemanum ásamt syskinum og foreldrum. Það er löng og góð hefð að taka stúdentamyndir á þessum tímamótum. Kosturinn er sá að þetta er sá tími sem unga fólkið lítur hvað best út. Þó að það sé mikið tekið af símamyndum fyrir félagsmiðla og slíkt þá er nálgun ljósmyndara allt öðruvísi. Þetta eru myndir til varðveislu út lífið og til næstu kynslóða.

Skemmtileg lífsreynsla

Góðar myndir geta bætt sjálfsmynd og eflt sjálfstraust. Við leggjum mikið upp út því að þetta verði skemmtileg lífsreynsla fyrir utan að þið fáið flottar myndir sem þið getið öll verið stollt af. Það má alveg hafa gaman, sprella, taka með hversdagsföt, gæludýr eða áhugamálið. Þetta er líka upplagður tími til að taka systkinin með og alla fjölskylduna.

Svo þarf þetta ekki að vera flókið. Ein góð brjóstmynd með húfu er miklu betra en engin mynd…

 
SVG file icon

Listrænt handverk ⇢ Lífstíðareign

Veggmyndir
Stækkanir með kartoni
Myndabækur
Dagatöl
Tækifæriskort
Stafrænar myndir

Myndverk og prentmunir ⇢ Til að eiga, deila, dást og njóta!

SVG file icon
SVG file icon

Fyrir þínar mætustu minningar

Sýnishorn af verkum, innblástur og hugmyndir ⇢ Smellu á myndirnar til að skoða stærri

 
SVG file icon

Jón Páll ⇢ ljósmyndari

Áhugi og ástríða til myndsköpunar!

Jón Páll Vilhelmsson er ljósmyndari og listamaður sem “skapar” fjölskyldumyndlist á meðan aðrir “taka” myndir. Á heimilum landsmanna hanga tugþúsundir ljósmynda og myndverka eftir Jón Pál sem hefur verið starfandi ljósmyndari í yfir 25 ár - bæði á íslandi og víða erlendis. Með einlægum áhuga og botnlausri ástríðu til myndsköpunar fáið þið framúrskarandi myndverk til að fegra heimilið ykkar með.

Höfum gaman og gerum þetta vel!

Jón Páll hefur lag á að láta fólki líða vel í myndatöku. Undir styrkri leikstjórn, áhugaverðum uppstillingum, skapandi lýsingu og eftirvinnslu af miklu listfengi færðu eftirtektaverðar fjölskyldumyndir sem standast tímans tönn. Staðreyndin er sú að fólk fer í myndatöku á margra ára fresti og sumir mjög sjaldan eða aldrei. Höfum gaman og gerum þetta vel.

Topp gæði og ekkert vesen!

Verið velkomin í eitt fullkomnasta ljósmyndastúdió landsins með topp búnaði til myndsköpunar og prentvinnslu. Við fullvinnum myndverk og prentmuni til að þið losnið við allt vesenið.

 
SVG file icon

Rétti tíminn er núna

Við leiðum ykkur í gegnum ferlið en þið eruð aðeins fjórum skrefum frá því að eignast fallegar útskriftar- og fjölskyldumyndir

SVG file icon

Tvískipt þjónusta

 

A ⇢ Myndataka

Þið mætið fyrst í myndatöku og greiðið fyrir tíma ljósmyndara ásamt studio, ljósabúnað, bakgrunna, myndavélar, tölvu, hugbúnað, aðstöðu o.fl.

Í myndatöku er einnig innifalinn tími við undirbúning, samskipti, kynningu, forvinnsla, forval, frágang og slíkt.

B ⇢ Myndvinnsla

Síðan veljið þið myndverk og prentmuni eftir því hvað kemur út úr myndatökunni! Útkoman er aldrei eins m.t.t.fjölskyldu, fjölda mynda, stærða, framsetningar, ramma, prentmuna og slíkt.

Til myndvinnslu þarf öflugan tölvu- og hugbúnað ásamt búnaði til prentunar og innrömmunar. Einnig aðstöðu, þekkingu, reynslu, áhuga og ástríðu listamanns.

 
 
SVG file icon

Tímabókun:

A) MyndatakaÞið komið fyrst í myndatöku og skoðið útkomuna!

B) Myndvinnsla Þið verslið síðan myndverk og prentmuni eftir ykkar þörfum!

Best er að sjá hvað kemur út úr myndatökunni fyrst! Verð er að sjálfsögðu háð gerð, stærð, fjölda o.fl…

SVG file icon

Vertu stollt af fjölskyldunni þinni ⇢ Sýndu það í [mynd] verki

Ein myndataka ⇢ Margir möguleikar

  1. Eftir myndatökuna er hægt að versla margar gerðir prentmuna - sérsniðna að þínum þörfum

  2. Þið eignist persónuleg og einstök listaverk af fjölskyldunni sem eru lífstíðareign.

  3. Þið varðveitið ómetanlegar minningar um viðburði og tímaskeið barnanna - tímaskeið sem koma aldrei aftur.

  4. Þið getið fengið margar gerðir prentmuna úr einni myndatöku - allt eftir ykkar þörfum.

  5. Þið sendið börnunum ykkar skýr skilaboð um það hvað þau skipta ykkur miklu máli.

  6. Þið eruð þátttakendur í listrænu ferli sem er skapandi, spennandi og skemmtilegt.

  7. Fjölskyldumyndir kosta minna en ýmsar fjöldaframleiddar vörur sem veita ykkur takmarkaða ánægju og endast stutt!

  8. Hvað endast myndir í “skýinu” lengi? ⇢ Veggmyndir og myndabækur eru varanlegar minningar.

  9. Við hönnum og prentum allt innanhúss hjá okkur, með áhuga og ástríðu ljósmyndarans að leiðarljósi, til að tryggja bestu mögulegu útkomu með gott verð og langtímaendingu í huga.

Skreyttu heimilið með fegurð og persónuleika barnanna ykkar.

SVG file icon

Full ljósmyndaþjónusta Myndataka og myndvinnsla

Hönnun, útprentun, innrömmun, framsetning - Allt á einum stað

SVG file icon

Einhverjar spurningar eða séróskir?

Tímabókun er hér að ofan en ykkur er velkomið að hafa samband ef þið eruð með aðrar spurningar og við svörum eins fljótt og hægt er!

SVG file icon

Myndheimar - ljósmyndaþjónusta | (Superstudio) Snorrabraut 56, 105 Reykjavík ⇢ inngangur bakatil | Sími: 519 9870 | Opið 8:00 - 17:00 (fös - 15:00)

Myndir, texti og vefhönnun ©Jón Páll Vilhelmsson