NOTKUNARSKILMÁLAR

Superstofan ehf. skilmálar og skilyrði:

Gildir fyrir eftirfarandi vefi Superstofunnar ehf:

www.myndheimar.is
www.superstudio.is
www.superprent.is
www.listalind.is
www.jonpall.is
www.jonpall.art
www.passamynd.is
www.passportphoto.is
www.ímynd.is




Vinsamlegast lesið þessa skilmála vandlega og skilyrði er gilda um vöruna (vöruskilmálana), þar sem þau hafa áhrif á rétt þinn og rétt á skaðabótaskyldu skv. lögum og skilgreinir þá skilmála sem mynda þann ramma sem er utan um þjónustu Superstofunnar ehf. (þjónustuna) fyrir kaup á ljósmyndaþjónustu og vörum (vörunni) sem eru prentaðar hjá Superprent, Superstudio, Listalind og jonpall.art. Þessir vöruskilmálar eiga við um vöruna ásamt almennum skilmálum og skilyrðum.

Samþykki skilmála þessara.

Notkun þjónustunnar felur í sér samþykki á skilmálum þessum sem taka gildi þann dag sem þú notar þjónustunafyrst. Þú berð ábyrgð á því að kynna þér skilmálana reglulega. Áframhaldandi notkun þín á þjónustunni eftir að breytingar á skilmálunum hafa verið kynntar, felur í sér áframhaldandi samþykki skilmálana eftir því sem þeir taka breytingum. Þessir skilmálar og skilyrði hafa ekki áhrif á lagaleg réttindi þín.


Þjónustan.

Þessir vöruskilmálar mynda ekki bindandi samning á milli þín (viðskiptavinarins) og Superstofunnar ehf. um kaup og afhendingu vörunnar fyrr en eftirfarandi skilyrði hafa verið uppfyllt:

a) Þú hefur lagt fram ósk þína um að kaupa ákveðnar vörur (pöntun) með því að nota þær leiðir til pöntunar sem eru í boði; og

b) Superstofan ehf. lætur þig vita gegnum tölvupóst að pöntun þín á þessum vörum hafi verið móttekin og Superstofan ehf. samþykkir að afhenda þér vöruna samkvæmt þeim ákveðna afhendingarmáta sem þú óskar.

Superstofan ehf. mun leggja sig fram eftir fremsta megni við að svara pöntun þinnar innan viðunandi tímamarka en þjónustan er samt veitt miðað við stöðuna eins og hún er á hverjum tíma og miðað við hvaða vörur eru fáanlegar á hverjum tímapunkti. Superstofan ehf. veitir þannig enga tryggingu fyrir því að þjónustan sem er í boði sé aðgengileg, að þú getir notað hana, eða að hún sé laus við villur. Superstofan ehf. áskilur sér rétt, án þess að tilkynna, til að hætta við eða breyta eðli þjónustunnar, skv. eigin ákvörðun eða vegna lagalegra eða tæknilegra ástæðna. Superstofan ehf. mun láta þig vita eins tímanlega og hægt er um allar slíkar breytingar en ekki er víst að slík tilkynning sem möguleg eða æskileg og geta þar legið margar mismunandi ástæður að baki.

Öll kynningartilboð (kynningin) sem eru sett fram á vegum þjónustunnar takmarkast við eitt kynningartilboð fyrir hvern viðskiptavin. Kynningartilboð hlíta sérstökum skilmálum sem fela í sér afslátt, tímaramma, fyrningardagsetningu, og takmarkanir sem lúta að þeim fjölda pantana sem má tengja við hvert kynningartilboð. Superstofan ehf. áskilur sér rétt til að draga kynningartilboð til baka og afturkalla allar tengdar pantanir.

Þú getur ekki afturkallað innsenda pöntun af því að Superstofan ehf. getur þegar hafið ferlið við að afgreiða pöntunina. Viðskiptavinur ber sjálfur ábyrgð á texta og myndavillum í vörum sem hann hefur sent okkur til prentunar.

Þjónustuna má ekki nota í neinum sviksamlegum eða ólöglegum tilgangi; fyrir flutning eða útgáfu tölvuvírusa eða nokkurs efnis sem getur talist vera ærumeiðandi, særandi eða sem hefur til að bera klámfengnar eða ofbeldisfullar tilvísanir, né heldur má dreifa efni á þann hátt að það valdi óþægindum, pirringi, eða óþarfa kvíða og þú samþykkir að vera skaðabótaskyld/ur fyrir allar lögsóknir sem gætu verið gerðar gegn okkur eða gegn þér vegna slíkrar notkunar; ennfremur að dreifa ekki efni á þann hátt sem telst vera brot gegn persónurétti eða brot á persónuvernd, eða brot gegn fyrirtækjum eða stofnunum (þ.m.t. eru brot vegna höfundarréttar eða vegna trúnaðarskyldu). Allt það efni sem viðskiptavinurinn setur inn og telja má að sé óviðeigandi, særandi, eða hótandi verður tilkynnt til viðkomandi yfirvalda. Viðskiptavinurinn ber fulla ábyrgð á öllu efni sem hann sendir inn til Superstofunnar ehf. og Superstofan ehf. áskilur sér rétt til að láta viðkomandi yfirvöld vita ef okkur berst vitneskja um óviðeigandi efni.

Notkun þjónustunnar.

a) Þú samþykkir að senda einungis til okkar skrá með þeim myndum sem þú hefur höfundarrétt að (þ.e. þú tókst myndirnar sjálf/ur eða myndirnar voru teknar með þínu leyfi á þína myndavél), eða með myndum sem þú hefur fengið leyfi til að nota.

b) Þú samþykkir að senda okkur engar myndir sem gætu þótt ósæmilegar.

c) Þú samþykkir að ganga ekki á höfundar- eða hugverkarétt nokkurs þriðja aðila.

d) Þú samþykkir að bera ábyrgð á öllum kröfum, kostnaði, útgjöldum eða lagaferlum sem geta hlotist af notkun þinni á þjónustu þessari sé notkunin brot á ákvæðum kafla þessa. Ennfremur, komi slíkar aðstæður upp, skal Superstofan ehf. hafa rétt til að afturkalla allar yfirstandandi pantanir á vörum af þinni hálfu og binda endi á öll aðgangsleyfi sem Superstofan ehf. hefur veitt þér, án frekari tilkynninga.

Afhending.

Vörur verða afhentar þér á það heimilisfang sem þú gefur upp í pöntunarferlinu innan 14 daga frá þeim degi þegar pöntun þín var móttekin og samþykkt af Superstofunni ehf. nema annar tímarammi sé gefinn til kynna áður en hinn sérstaki tilgreindi afhendingartími rennur út. Hins vegar, er afhendingartíminn einungis byggður á mati og Superstofan ehf. skal ekki vera skaðabótaskylt vegna þess að afhending vöru hafi dregist á langinn né heldur vegna tjóns eða skaða sem getur hafa hlotist af slíku.

Skilaréttur.

Ef upp kemur sú staða að varan er skemmd eða gölluð, eða svarar ekki þeirri lýsingu sem tilgreind er í þjónustu þessari, getur þú haft samband við starfsfólk Superstofunnar ehf. sem endurgreiðir þá vöruna að fullu. Ef þú færð í hendur skemmda vöru verður þú að senda vöruna til baka til Superstofunnar ehf. innan 14 daga frá afhendingu. Við slíkar kringumstæður, greiðir Superstofunnar ehf. kaupverð vörunnar að fullu ásamt póstburðargjaldi við endursendingu og pökkunarkostnaði. Ef sú staða kemur upp að þú skilar vöru til Superstofan ehf. samkvæmt ákvæði þessu og Superstofan ehf. getur sýnt fram á að ekki hafi verið um galla að ræða þegar þú fékkst vöruna í hendur, áskilur Superstofan ehf. sér rétt til að neita endurgreiðslu eða að senda vöruna aftur til þín og krefjast þess að þú greiðir þann sendingarkostnað.

Greiðsla.

Þessir vöruskilmálar falla undir íslenska löggjöf. Við reynum að leysa öll ágreiningsmál sem kunna að koma upp hratt og örugglega. Ef þú ert ekki ánægður með hvernig við leysum úr ágreiningi, og ef þú vilt höfða mál, verður sú málssókn að eiga sér stað innan Íslands. Við áskiljum okkur rétt til að breyta, afturkalla eða hætta þjónustu þessari (eða einhverjum hluta hennar), án tilkynningar, og við berum enga skaðabótaskyldu gagnvart þér ef við nýtum þennan rétt okkar. Nema það sé sérstaklega tilgreint í vöruskilmálum þessum, er öll notkun okkar á persónulegum upplýsingum þínum bundin ákvæðum í stefnu okkar um persónuvernd og friðhelgi einkalífs.

Viðskiptakjör Superstofunnar ehf.

Gjalddagi er 10. dagur næsta mánaðar eftir úttekt og eindagi þann 20. Eftir eindaga fellur á vanskilagjald. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga, ef greiðsla hefur ekki borist á eindaga. Viðskiptareikningnum verður lokað við vanskil.

Öll vara samkvæmt reikningi þessum er eign Superstofunnar ehf, þar til hún er að fullu greidd ásamt vöxtum og kostnaði.

Athugasemdir verða að berast innan sjö daga frá útskrift reiknings ella telst reikningurinn réttur.

Vöruskil skulu vera í heilum umbúðum og varan skal vera í upprunalegu ástandi.

Skilaréttur fæst aðeins gegn framvísun nótu.

Þjónusta við viðskiptavini.

Ef þú ert með fyrirspurn varðandi pöntun, galla, eða annan ágreining vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á póstfangið: bokhald@superstudio.is eða hringdu í síma +354 519 9870

 

Þjónustuaðili:
Superstofan ehf.
Kt. 480218-1910
VSK: 130713

Snorrabraut 56
105 Reykjavík
Sími: +354 519 9870
Netfang: bokhald hjá superstudio.is

Skilmálum var síðast breytt  23.10.2022