Barna-, systkina- og fjölskyldumyndir

Fyrir þínar mætustu minningar

SVG file icon

Börnin og fjölskyldan eru kjarni tilverunnar

Fátt gleður foreldra meir en ásjónur og persónuleiki barnanna sinna. Er ekki tilvalið að hafa myndir af fallegasta fólki í heimi fyrir augunum alla daga ársins?

 

Hver er dýrmætasta eignin þín?

Það kostar sitt að reka heimili og sem foreldrar eigið þið fullt af verðmætum hlutum en það allra dýrmætasta sem þið eigið eru börnin þín - ekki satt? Er ekki sjálfgefið að fegra heimilið með myndum af fallegasta fólki í heimi - börnunum og fjölskyldunni ykkar?

Að styrkja fjölskylduböndin

Það skiptir líka máli fyrir börnin að alast upp í umhverfi þar sem þau eru metin að verðleikum og eru sýnileg sem hluti af heimilislífinu. Fjölskyldumyndir hjálpa til við að viðhalda tengslum og styðja við fjölskyldusamlífið ⇢ alla daga ársins.

Heimilisprýði og varanlegar minningar

Með því að koma með börnin í myndatöku ertu að fjárfesta í framtíð fjölskyldunnar. Þið eignist varanlegar myndir af dýrgripunum ykkar og varðveita ómetanlegar minningar um æskuár barnanna.

Vandamálið er að þau vaxa svo hratt! Þau þroskast, dafna, fermast, útskrifast og áður en maður veit af eru þau orðin fullorðin. Svo eru þau farin að heiman en engar varanlegar myndir til af þeim!

Staðreyndin er sú að fólk fer ekki oft í myndatöku. Gerum þetta saman, höfum gaman og gerum þetta vel.

SVG file icon

Ein myndataka ⇢ Margir möguleikar!

Myndverk og prentmunir ⇢ Til að eiga, deila, dást og njóta!

Veggmyndir og myndverk
Stækkanir með kartoni
Myndabækur
Dagatöl
Jólakort, boðskort, þakkarkort
Stafrænar myndir

Full þjónusta

Við sjáum um alla myndvinnslu, hönnun, útprentun og innrömmun. Bestu mögulegu prentgæði, langtíma ending og ekkert vesen.

SVG file icon
SVG file icon

Fyrir þínar mætustu minningar

Sýnishorn af verkum, innblástur og hugmyndir Smellu á myndirnar til að skoða stærri

 
SVG file icon

Jón Páll Vilhelmsson - ljósmyndari

 

Myndsköpun og listrænn metnaður

Jón Páll Vilhelmsson er ljósmyndari og listamaður sem “skapar” fjölskyldumyndlist. Á heimilum landsmanna hanga tugþúsundir ljósmynda og myndverka eftir Jón Pál sem hefur verið starfandi ljósmyndari í yfir 25 ár - bæði á íslandi og víða erlendis.

Jón Páll hefur lag á að láta börnum og einstaklingum líða vel í myndatöku. Undir styrkri leikstjórn, áhugaverðum uppstillingum, skapandi lýsingu og eftirvinnslu af miklu listfengi færðu eftirtektaverðar fjölskyldumyndir sem standast tímans tönn.

Dýrmætar minningar og varanleg listaverk?

Það er fátt dýrmætara en ásjónur barnanna ykkar. Ég hvet fólk til að “taka” augnablikmyndir á símana sína en set spurningamerki við hvort þær myndir dugi sem varanlegar minningar af ykkar dýrmætustu eign? Er þá ekki betra að treysta fagmanni með áratuga reynslu og fegra heimilið með fallegum ljósmyndum af fjölskyldunni ykkar?

Jón Páll - ljósmyndari
 

Að koma í myndatöku til Jóns Páls ljósmyndara er persónuleg upplifun þar sem þið eignist sérskapað handverk og lífstíðareign.

SVG file icon

Tvískipt þjónusta:

Fyrri hluti ⇢ Myndataka

Fyrst komið þið í myndatöku og greiðið fyrir þann hluta.

  • Þetta er skapandi ferli sem byggist á flæði til að fá “grunnmyndir” til að velja úr. “Valdar” myndir eru síðan fullunnar og tilbúnar til útprentunar!

  • Það er engin myndataka eins og ”pakkatilboð” henta í raun fæstum.

  • Ef börnin eða táningurinn eru óviljug er betra að velja styttra prógram! Yngri börn og stærri fjölskyldur þurfa meiri tíma.

  • Með meiri tíma er hægt að skapa flottari myndverk og fá fleiri góðar myndir með fjölbreyttari möguleikum fyrir áframhaldandi myndvinnslu!

  • Þið getið fengið margar gerðir útprentana úr einni myndatöku - allt eftir ykkar þörfum.

  • Fyrir myndatökuna er gott að velta því fyrir sér hvað þið viljið fá út úr myndatökunni. Hugsa þá um veggina, heimilið og í áratugum…

  • Munið samt að ein góð barna- eða fjölskyldumynd er óendalega mikið betra en engin mynd!

Alltaf gaman í myndatöku…

 
SVG file icon
 

Smellið á mynd til að skoða stærri!

Seinni hluti ⇢ Mynd- og prentvinnsla

Síðan veljið þið myndverk, prentmuni og myndskrár eftir þörfum!

  • Það er í raun engin formúla um það hversu margar myndir innifaldar og slíkt.

  • Verð fer eftir fjölda mynda, stærð og framsetning á veggmyndum, fjölda mynda í myndabók, dagatöl o.s.frv. Þess vegna er betra að aðskilja myndatökuna frá myndvinnslu, myndverkum og prentmunum.

  • Þetta er listrænt handverk og sérunnið samkvæmt ykkar óskum.

  • Þið hafið meira val og stjórnið betur hvað kemur út úr myndatökunni sem kostar minna fyrir vikið.

  • Við geymum myndirnar þannig að þið getið alltaf keypt fleiri myndir síðar til að bæta á veggina, til minningar eða til gjafa.

  • Persónulegri eða eigulegri jólagjafir eru vandfundnar!

SVG file icon

Þið eruð bara 4 skrefum frá því að fegra heimilið með fallegum fjölskyldumyndum

 
Bóka tíma
Myndataka
Velja myndir
Afhending
 
SVG file icon

Bóka tíma:

  • Athugið að velja tíma sem hentar yngri kynslóðinni og skiljið stressið eftir heima!

  • Það er ekki hversdagslegt að fara í myndatöku og þetta er í raun sérstakur viðburður sem fólk man eftir.

  • Er ekki í lagi að taka sér smá frí frá vinnu eða sleppa eins og einni æfingu?

  • Það sem skiptir mestu máli er að foreldrum og börnum líði vel, eruð í ró en ekki rjóð!

  • Bóka tíma fyrr um daginn til að þið verðið fersk á myndunum - næstu 50 árin… ;-)

SVG file icon

Skýringar:

3 kostir í boði fyrir allar stærðir og gerðir af fjölskyldum

 

SVG file icon

Einfalt

Korter | 2+ myndir

Miklu betra en engar myndir


  • Myndataka:

  • Nokkrar góðar brjóstmyndir
  • Fermingar eða útskriftarmyndir
  • 1-2 uppstillingar (2-5 góðar myndir)
  • Fjótlegt og sársaukalaust

  • Innifalið:

  • 2 stafrænar myndir
  • (1.600px / 5.000kr virði)
  • Myndgátt til að auðvelda val mynda
  • Ca 1 klst í vinnu í allt

  • Möguleikar í útprentunum:

  • Stækkanir m/kartoni og rammar ?
  • Minni stækkanir án kartons ?
  • Jóla-/ boðs-/ þakkar-/ tækifæriskort ?

  • 19.000kr

SVG file icon
SVG file icon

Vinsælt

Hálftími | 5+ myndir

Full myndataka fyrir einstakling


  • Myndataka:

  • Einstaklingur eða minni fjölskylda með eldri börn
  • 5+ uppstillingar (5-20 góðar myndir)
  • Fullt af myndum til að velja úr
  • Góðar einstaklingsmyndir
  • 1 mynd með foreldrum
  • Fataskipti - 1 sinni
  • Róla, leikmunir o.fl.
  • Kirtill (við erum með helstu stærðir)

  • Innifalið:

  • 5 stafrænar myndir
  • (1.600px / 12.5000kr virði)
  • Myndgátt til að auðvelda val mynda
  • Fundur til að auðvelda val á prentmunum
  • Ca 2 klst í vinnu í allt

  • Möguleikar í útprentunum:

  • Vandaðar veggmyndir ?
  • Striga- /ál- / akríl-/ innrammaðar myndir ?
  • Stækkanir m/kartoni og rammar ?
  • Jóla-/ boðs-/ þakkar-/ tækifæriskort ?
  • Myndabækur og dagatöl með 10-15 myndum ?
  • 5-15 auka myndir eftir þörfum ?

  • 29.000kr

SVG file icon

SVG file icon

Veglegt

Klukkustund | 10+ myndir

Barna-, fermingar- og úskriftarmyndatökur ásamt systkina- og fjölskyldumyndum


  • Myndataka:

  • Yngri börn og stærri fjölskyldur
  • 10+ uppstillingar (10-40 góðar myndir)
  • Fataskipti - allt að 3 sinnum
  • Meiri tími til að gera betur
  • Listrænar uppstillingar
  • Góðar einstaklingsmyndir
  • Fjölskyldumyndir
  • Systkinamyndir
  • Tvíburar / þríburar
  • Rólan, glugginn o.fl.
  • Hversdagsföt/Áhugamál/Leikmunir/Gæludýr
  • Kirtill (við erum með helstu stærðir)

  • Innifalið

  • 10 stafrænar myndir
  • (1.600px / 25.000kr virði)
  • Myndgátt til að auðvelda val mynda
  • Fundur til að auðvelda val á prentmunum
  • Ca 3-4 klst í vinnu í allt

  • Möguleikar í útprentunum:

  • Veglegar veggmyndir ?
  • Striga-/ ál-/ akríl-/ innrammaðar myndir ?
  • Stækkanir m/kartoni og rammar ?
  • Myndabækur og dagatöl með 15-40 myndum ?
  • Jóla-/ boðs-/ þakkar-/ tækifæriskort ?
  • 10-40 auka myndir eftir þörfum ?

  • 49.000kr

SVG file icon
SVG file icon

Listrænt handverk ⇢ Lífstíðareign

10 góðar ástæður til að koma með börnin til okkar í myndatöku

  1. Þið eignist persónuleg listaverk af fjölskyldunni, fegrið heimilið og leysið jólagjafavandann - allt í einni töku.

  2. Þið sendið börnunum ykkar mikilvæg skilaboð: Þið skiptið okkur máli - alla daga ársins, áratugum saman.

  3. Varðveitið minningar um viðburði og aldursskeið barnanna - tímabil sem koma aldrei aftur

  4. Barna- og fjölskyldumyndir á veggjum heimila eru ekki bara punt eða prjál heldur áminning um kjarna tilverunnar og mikilvægur þáttur í að halda fjölskyldunni saman.

  5. Fjölskyldumyndir hjálpa til við að viðhalda tengslum og minna á væntumþykjuna sem umlykur heimilið - líka þegar eitthvað bjátar á!

  6. Að fara í myndatöku er áhugaverð upplifun og samverustund meðal fjölskyldunnar. Þið eruð þátttakendur í listrænu ferli sem er í senn skapandi, spennandi og skemmtilegt.

  7. Það er fjölskyldan ykkar sem umbreytir húsi í heimili en heimili án fjölskyldumynda er eins og búð fullt af glingri en gjörsneydd persónuleika.

  8. Myndverk af börnunum ykkar og prentmunir fullir af ómetanlegum myndum er varanleg minning. Hvað endast ljósmyndir í “skýinu” lengi?

  9. Að fá fallegar fjölskyldmyndir kostar minna en ýmsar fjöldaframleiddar vörur sem veita ykkur takmarkaða ánægju og endast skammt! Fyrir upphæð sem samsvarar einu til tveimur verksmiðjuframleiddum skópörum eignist þið myndverk og minningar af ykkar dýrmætustu eign.

  10. Það getur verið púsluspil að koma fjölskyldunni saman fyrir myndatöku en umstangið verður algjörlega þess virði þegar þið verðið komin með myndirnar upp á vegg og þið farin að deila þeim með vinum og vandamönnum.

Börnin og fjölskyldan skiptir máli ⇢ Sýndu það í mynd/verki

SVG file icon

Full ljósmyndaþjónusta og ekkert vesen

Myndatökur, myndvinnsla, útprentun og innrömmun ⇢ Allt á einum stað

 

Superstudio

Myndatökur og myndvinnsla

Verið velkomin í Superstudio, eitt fullkomnasta ljósmyndastúdió landsins með topp búnaði til myndsköpunar ásamt góðri aðstöðu fyrir viðskiptavini. Við fullvinnum myndverk og prentmuni að öllu leyti til að þið losnið við allt vesenið.

Fagmennska tryggir gæðin

Jón Páll ljósmyndari hefur verið að búa til myndir síðan hann byrjaði að fikta við ljósmyndun í MA 1985. Fullkomnunarárátta ljósmyndarans sér um að útprentun, innrömmun og frágangur verði fyrsta flokks og endist ævilangt.

SVG file icon

Superprent

Útprentun og innrömmun

Superprent.is er systurfyrirtæki okkar sem sér um útprentun og innrömmun á stærri myndverkum. Við prentum myndirnar á fyrsta flokks prentefni úr hágæða prentara, 8 lita Epson P8000 með litarefni sem endist í 100+ ár. Þá erum við með innrömmunarþjónustu til að skila myndverkum tilbúnum til að hengja upp á vegg.

Full myndvinnsla

Við eru með áratuga reynslu af myndatökum, myndvinnslu, hönnun og útprentunum. Fólk kemur til okkar til að fá TOPP MYNDIR og FULLA ÞJÓNUSTU. Þú þarf því ekki að þeytast út um borg og bý til að leita að útprentun, innrömmun eða annarri prentþjónustu hjá mörgum aðilum sem hafa minni metnað fyrir “okkar” myndum..

 
SVG file icon

Einhverjar spurningar eða séróskir?

Tímabókun er hér að ofan en ykkur er velkomið að hafa samband ef þið eruð með aðrar spurningar og við svörum eins fljótt og hægt er!

 
SVG file icon

Superstudio - ljósmyndastofa | Snorrabraut 56, inngangur bakatil | Sími: 519 9870 ⇢ Myndir, texti og vefhönnun ©Jón Páll Vilhelmsson