Verðlisti

 

Að myndatöku lokinni er hægt að vinna úr myndum á margvíslegan hátt.

Það er misjafn hvað fólk þarf umfram það sem er innifalið!

 

Stækkanir

Stækkanir með kartoni

Útprentun á ljósmyndapappír af hágæða prentara. Myndir sem endast ævilangt.

Mismunandi hlutföll:

 1. Standard - passar í hefðbundna ramma

 2. Ferningslaga - passar í ferningslaga ramma

 3. Ílangar / panórama - passar í lengri ramma

 4. Margar saman - 2-5 saman í ramma

 5. Risamyndir. Hafið bara samband.

Stækkanir eru afhentar tilbúnar með sýrufríu kartoni sem verndar myndina. Kartonin passa beint í algengustu rammastærðir.

2+ ➔ 20% afsláttur fyrir fleiri en eitt eintak af sömu mynd í sömu stærð*

*Verð á stækkun án kartons “blæðandi” - 20%.

Mynd / karton Ferningslaga Panorama Verð m/kartoni Blæðandi (án kartons)
Stærðir í cm Stærð/cm Stærð/cm Verð m/vsk Verð m/vsk
9x13 / 13x18 - - 4.900 3.900
10x15 / 15x20 10x10 - án kartons - 4.900 3.900
13x18 / 18x24 (Innifalið) 15x15 - 20x20 9x18 (1:2) / 18x24 6.400 5.100
15x20 / 24x30 - - 7.200 5.800
18x24 / 24x30 - 14x24 (9:16) / 21x30-A4 7.800 6.200
20x25 / 25x30 - - 8.600 6.900
20x30 / 30x40 (Innifalið) 20x20 / 30x30 15x30 (1:2) / 30x40 9.200 7.400
22x33 / 30x40 - - 9.200 7.400
30x40 / 40x50 30x30 / 40x40 17x52 (1:3) / 25x60 15.000 12.000
40x50 / 50x60 40x40 / 50x50 - 22.500 15.600
Margar saman Karton / Rammi Verð m/kartoni Verð m/ramma
2 saman - 10x15 24x30 - 9.200 13.900
3 saman - 13x18 25x60 - 15.000 23.200
4 saman - 10x15 25x60 - 18.000 26.200
5 saman - 10x15 25x60 - 22.500 30.700
9 saman - 9x9 40x40 - 27.000 33.800

Skýringar:

Myndir án kartons “blæðandi”

Ef þið kjósið að setja myndir í ramma með gleri án kartons eða með tilbúnu kartoni þá kallst það blæðandi stærð. Þá er stærðin “stíft” mál. 13x18cm mynd er skorin í 13x18cm.

2+

Þið fáið 20% afslátt þegar þið pantið fleiri en eitt eintak af sömu mynd í sömu stærð*

Fyrirtaks frágangur:

Myndirnar frá mér eru með rönd utanum myndina og eru aðeins minni en opið á kartoninu. Svo merki ég þær. Þetta er mjög fínn frágangur og lítur vel út en stærðin er aðeins minni en uppgefin stærð.

Staðlaðar stærðir eru í aðeins mismunandi hlutföllum sem breytir mynduppbyggingu smávægilega.

Hvað gerir karton?

Kartoni fylga margir kostir, sem eru kannski ekki augljósir, en atvinnuljósmyndarar og innrammarar, sem vilja að myndirnar endist út ævina, nota flestir karton nema það séu notaðar aðrar leiðir sem fagmenn þekkja.

 • Útskorið karton er klassískur og snyrtilegur frágangur sem stenst tímans tönn.

 • Sýrufrítt karton verndar myndina.

 • Það heldur henni flatri ef rétt er staðið að.

 • Kartonið heldur myndinni frá glerinu í rammanum og kemur í veg fyrir að myndin klessist á glerið.

 • Það myndar loftrými sem kemur í veg fyrir raka og myglu.

 • Kartonin sem við notum eru í stöðluðum stærðum og passa í hefðbundar rammastærðir.

 • Karton með baki er bæði góð umgjörð til að afhenda myndir í og til að gefa sem jólagjafir.

 

Tilbúnir rammar

Nielsen Quadrum - Vandaðir myndarammar úr viði.

Ferkantaður prófíll. Lútaðir (hvíttaðir), svartir og eik.

Rammarnir eru frá Nielsen einum stærsta rammaframleiðanda í heimi.

Standard - Rammi / mynd: Ferningslaga Ílangir - Panorama Verð:
::: ::: ::: Verð m/vsk
15x20 / 9x13 og 10x15 - - 2.900
18x24 / 13x18 og 15x20 (í pakkatilboði) 20x20 / 15x15 18x24 / 9x18 3.600
24x30 / 18x24 30x30 / 20x20 21x30 A4 / 14x24 4.700
30x40 / 20x30 og 22x33 (í pakkatilboði) 40x40 / 30x30 - 6.800
40x50 / 30x40 - 25x60 / 17x52 eða margar saman! 8.200
 

Upp↑

Strigamyndir

Við notum vandaðan striga úr náttúrulegri bómull með fljótandi lamineringu, strekkt á blindramma með upphengjum. Prentað á hágæða prentara með endingargóðu bleki.

 • Strigamyndir eru ekki í stöðluðum stærðum heldur er það myndin sem ræður því hvað hentar best.

 • Stærðir hlaupa á 5 cm.

 • Best er að mæla veggplássið með málbandi og senda svo fyrirspurn á okkur.

 • Myndirnar skerast mismunandi þannig að þið hugið að hlutföllum.

  • Lóðréttar eða láráttar

  • Ferningslaga

  • Ílangar - Panórama

 • Hægt er að fá stærri myndir en er í verðlista. Hafið bara samband.

Lóðrétt / lárétt: Ferningslaga: Ílangar / panorama (+/-) Verð:
::: ::: ::: Verð m/vsk
18x24 - 20x25 20x20 - 9.000
20x30 - 25x30 30x30 20x40 12.000
30x40 - 30x45 40x40 25x50 15.000
40x50 - 40x60 40x40 30x60 19.000
50x70 50x50 40x80 25.000
Sérstærð / risamynd - - breidd x hæð/cm x 8

ATH: Sumir prentarar bjóða upp á ódýr plastefni en þau skemmast á örfáum árum og blindrammarnir verpast. Við notum fyrsta flokks bómullar-strigaefni og vandað rammaefni.

 

Flotrammar fyrir strigamyndir

Fljótandi rammi gerir strigamyndir enn veglegri. Sérstaklega þegar um stærri myndir er um að ræða.

Strigamyndir eru ekki í standard stærðum heldur hlaupa á 5 cm.

Mismunandi hlutföll:

 1. Lóðréttar eða láréttar

 2. Ferningslaga

 3. Ílangar / panórama

 4. Risamyndir

Lóðrétt / lárétt: Ferningslaga: Ílangar / panorama (+/-) Sérsniðnir: Lagervara:
::: ::: ::: Verð m/vsk Verð m/vsk
18x24 20x20 18x30 6.000 4.000 - silfraður
20x30 30x30 20x40 9.000 -
30x40 40x40 25x50 12.000 8.000 - silfraður
40x50 40x40 30x60 15.000 -
50x70 50x50 40x80 19.000 -
Sérstærð/risamynd - - breidd x hæð/cm x 6 -
 

Álmyndir

Álmyndir í álramma er nútímaleg “glampafrí” framsetning án glers.

 1. Fyrst er myndin prentuð á vandaðan ljósmyndapappír.

 2. Þá er hún límd á álplötu sem er stíft og endingargott efni.

 3. Síðan er hún lamineruð með filmu (plöstuð) sem ver myndina.

 4. Loks er hún römmuð inn í álramma með upphengjum.

Rammaefnið er til í nokkrum litum: Svart, dökkgrátt, ljósgrátt, hvíttað og hvítt ásamt nokkrum viðarlitum.

Álmyndir eru ekki í standard stærðum heldur hlaupa á 5 cm.

Hægt er að fá stærri myndir en er í verðlista. Hafið bara samband.

Mynd á álplötu:

Einnig hægt að fá mynd prentaða á álplötu. Þá liggur hún aðeins frá veggnum og virkar fljótandi. Það kallast “rammalaus” framsetning.

Lóðrétt / lárétt: Ferningur: Ílöng/panorama (+/-) Álmynd með álramma: Álplata - án ramma
::: ::: ::: Verð m/vsk Verð m/vsk
18x24 20x20 18x30 12.000 9.000
20x30 30x30 20x40 15.000 12.000
30x40 40x40 25x50 20.000 15.000
40x50 40x40 30x60 28.000 19.000
50x70 50x50 40x80 23.000 25.000
Sérstærð/risamynd - - breidd x hæð/cm x 10 breidd x hæð/cm x 8
 

Myndabækur

Innbundin myndabók með 10, 16 eða 24 myndum.

Myndabækurnar eru eiguleg minning og fyrirtaks gjöf. Þær henta fyrir barna-, fermingar-, stúdenta- og fjölskyldumyndatökur.

Myndabækurnar er sérprentaðar og innbundnar fyrir hvern og einn.

Myndirnar eru ca 11x16 cm. Það fer þó eftir hlutföllum, lóðrétt, lárétt, ferkantað og stundum opna. 

 • Standard bók 20x20cm - Innifalið

 • Bók, 20x20cm, með mynd og texta á kápu - 4.900 aukalega

 • Stærri bók, 30x30cm, með með mynd og texta á kápu - 7.500 aukalega

Það má velja fleiri myndir í bókina en það sem er innifalið. Aukamyndir í bækur eru ódýrustu útprentanirnar og þið fáið þær líka sent stafrænt.

Innbundnar myndabækur Verð:
Myndabækur í pökkum eru með 20% afsl. Verð m/vsk
10 mynda bók með myndum í 11x16 - 20x20cm 13.900
16 mynda bók með myndum í 11x16 - 20x20cm 18.900
24 mynda bók með myndum í 11x16 - 20x20cm 24.900
Aukamyndir í myndabækur - einnig sent stafrænt 900
Aukamyndir - stafræn afhending - 10x15cm / 1.600px 500
2 eða fleiri eins bækur - 20% afsl.
Bók með mynd á forsíðu og baksíðu ásamt nafni og dagsetningu
20x20cm myndabók. Kápa með mynd og texta - lágmark 16 myndir ➔ Uppfært úr standard bók. 4.900 - aukalega
30x30cm myndabók. Kápa með mynd og texta - lágmark 16 myndir ➔ Uppfært úr standard bók. 7.500 - aukalega
20x20cm myndabók. Kápa með mynd og texta - lágmark 16 myndir 23.800
30x30cm myndabók. Kápa með mynd og texta - lágmark 16 myndir 26.400
Aukamyndir í myndabækur - einnig sent stafrænt 900
 

Tækifæriskort

Jólakort, boðskort, þakkarkort og fleira.

Þið veljið myndir og sendið texta fyrir forsíðu og innsíðu.

 PS: Hægt að prenta nafn og heimilisfang á umslag úr Excel skjali.

[A1: Nafn, B1: Gata, C1: Póstnr, D1: Staður] - 145kr per nafn

Skýring: Verð:
::: Verð m/vsk
A6 - forprentað með lausri mynd - lágmark 20 350kr/stk.
A6 - sérhannað með texta - lágmark 30 450kr/stk.
A5 - sérhannað með texta - lágmark 30 550kr/stk.
A6 þríbrotið með 4-6 myndum og texta - lágmark 50 890kr/stk.
Prenta nafnalista á umslag. 145kr/nafn
 

Stafræn afhending - Prentleyfi

Með "Prentleyfi" getið þið unnið sjálf úr myndunum.

Þið getið fengið aukamyndir til að nota stafrænt eða til útprentunar. Verð er byggt á stærð og fjölda.

Innifalið í myndatökum eru myndir í stærð 10x15cm eða 1.600 pixlar í skjáupplausn. Þetta miðast við stærri fæla eða allt að A3+ stærð ca 5.000 pixlar.

Með "unnum" myndum er átt við að þær eru skornar til og yfirfarnar, sár og marblettir fjarlægðir o.fl.

Það eru kostir og gallar sem fylgja því. Það getur kostað minna, sérstaklega ef þið viljð prenta margar eins myndir, en á móti kemur að þá hef ég minni stjórn á lokaútkomu.

Myndir eru í raun ekki fullunnar nema þegar það er búið að prenta og setja í karton eða ramma.

prentleyfi.png
Stafrænar afhending Skýring Verð
::: ::: Verð m/vsk
Passamynd - 5cm/600px Litlar passamyndir og CV myndir - 5cm/600px - (Innifalið í CV/passamyndum) 750
Skjáupplausn A6 Litlar myndir í skjáupplausn - 10x15cm/1.600px - (Innifalið í pökkum) 1.500
Prentleyfi A5 - miðlungs upplausn Allt að 15x21cm/2.500px upplausn - A5. T.d. fyrir stærri kort, dagatöl og miðlungs stækkanir 3.000
Prentleyfi A3+ - Full upplausn Full upplausn A3+/5K - t.d fyrir strigamyndir, stórar stækkanir, margar mismunandi - Mynd hægt að prenta að vild (til persónulegra nota). 6.000
Prentleyfi CD10- 10 myndir 10 unnar myndir sent á netfang í fullri upplausn 15.000
Prentleyfi CD20 - 20 myndir 20 unnar myndir sent á netfang í fullri upplausn 25.000
 

Gjafakort

Gjafabréf fyrir myndatöku.

Gjafabréf fyrir myndatöku er tilvalið jóla- afmælis- eða tækfærisgjöf. Gjafakort fyrir hinar ýmsu myndatökur. Litlir sem stórir pakkar í boði. Móttakandi getur uppfært í stærri pakka og greitt mismuninn sjálf/ur.

Myndatökur fara svo fram þegar það hentar viðtakanda.

Hægt er að velja úr ýmsum myndatökutilboðum eða ákveðna upphæð:

Meiri upplýsingar hér:

 

Öll verð eru gefin upp með vsk og birt með fyrirvara um innsláttarvillur.